Á mjög gráu svæði
29.11.2013 | 23:30
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Mjög Gráu Svæði
29.11.2013 | 23:27
Ég veit ekki með þetta, mér finnst þetta einhvernvegin vera svo rangt, hann er fyrirmynd svo margra bæði hér og erlendis. Að vera ýfa þetta upp langt eftir hans andlát orkar mjög tvímælis. Sko persónulega er ég á móti sterum og tel þá eyðileggja líkaman ver en heróín en það hefur bara ekkert með þetta mál að gera. Hann er ekki hér til varnar og mér finnst það vafasamt að vinir hans hafi viljað opnað á þessa umræðu. Mér finnst nú mest allt sem Sölvi tekur sér fyrir hendur vera athyglisvert og rétmætt, enn ekki þetta og ætla ég rétt að vona að þetta sé ekki gert, bara til að selja þessa bók. Það væri sorglegt. Því miður held ég að þetta eigi eftir að eiðieggja Jón Páls góða nafn en vona samt ekki, þetta er jú bara ein hlið á málinu séð af einum manni(Sölva) Man eftir að ég felldi tár er ég heyrði first um andlát hans í rútu á leiðinni á Hvolsvöll.Ég mun alltaf líta upp til hans sem ein af mínum fyrirmyndum.
Jón Páll Sigmarsson 28.04.1960-16.01.1993
Jón Páll vissi að hann væri að deyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Olíuóöld en ekki arabískt vor
1.8.2012 | 17:53
Fréttabalðið Erlent 28. júlí 2012 19:55
Sýrland er nú í brennidepli vegna uppreisnarástands sem þar ríkir og hefur kostað rúmlega tuttugu þúsund manns lífið. Sýrlendingurinn Bashar Mustafa sagði Jóni Sigurði Eyjólfssyni blaðamanni, þegar þeir hittust á Spáni fyrir skömmu, að átökin hefðu ekkert með arabíska vorið að gera heldur sé þetta eitt olíustríðið enn. Hann segir lausnina ekki felast í því að koma
forsetanum frá heldur að fá Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir til að hætta að styrkja hryðjuverkamenn sem herja á Sýrlendinga.
Frá því í mars í fyrra hafa fregnir borist af átökum í Sýrlandi. Rúmlega tuttugu þúsund manns hafa látið lífið frá því átökin hófust og reglulega heyrum við fréttir af voðaverkum þar sem konur og börn liggja í valnum. Alþjóðasamfélagið, að Rússum og Kínverjum undanskildum, hafa lagt hart að forseta landsins, Bashar al-Assad, að hverfa með hersveitir sínar úr bæjum og borgum landsins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, sagði í Fréttablaðinu þann 14. júní síðastliðinn að hann hefði hvatt til þess að Öryggisráðið tæki ákvörðun um að vísa stórfelldum brotum sýrlensku ríkisstjórnarinnar á mannréttindum og mannúðarlögum til Alþjóðadómstólsins.
Bashar Mustafa, sem er sýrlenskur doktorsnemi í fornleifafræði í Háskólanum í Granada, segir þessa kröfu byggja á misskilningi sem sé mjög útbreiddur og kannski ekki nema von, segir hann, því alþjóðlegir fréttamiðlar ali á þessum misskilningi. En hvað segir hann þá að sé raunverulega að gerast á Sýrlandi?
Í stríði við hryðjuverkamenn
"Ég ætla ekkert að útiloka það að einhver lítill hluti landsmanna hafi látið í sér heyra á torgum úti í anda arabíska vorsins," segir hann. "En ástandið í heimalandi mínu hefur ekkert með lýðræðisleg mótmæli né arabíska vorið að gera. Sannleikurinn er sá að við eigum í stríði við hryðjuverkasamtök sem styrkt eru af stjórnum Sádi-Arabíu, Katar, Tyrklands og síðast en ekki síst Bandaríkjanna. Það kann að hljóma undarlega en flestir Sýrlendingar vita að bæði bandaríski einkaherinn Black Water hefur látið til sín taka í landinu sem og Al-Kaída. Hryðjuverkamennirnir nauðga konum, drepa börn og eins hvern þann sem ekki vill veita þeim liðveislu. Við höfum heyrt í fréttum vestrænna miðla að fundist hafi fjöldagrafir með líkum tvö hundruð lögreglumanna. Það sér það hver maður að það eru ekki almennir borgarar í liði uppreisnarmanna sem eru ábyrgir fyrir því. Læknar, fræðimenn, dómarar og aðrir embættismenn eru í stöðugri hættu og margir hafa þegar fallið fyrir hendi þessara óyndismanna. Þeir starfa með svipuðum hætti og ETA-samtökin gerðu í Baskalandi, þeir eru bara mun herskárri."
Eitt olíustríðið enn
En af hverju ættu Bandaríkjamenn og Al-Kaída að vinna saman að eyðileggingu Sýrlands?
"Það er svo sem ekkert nýtt, þessi öfl hafa unnið saman áður, til dæmis í Afganistan gegn Sovétríkjunum. En svo ég setji þetta í rétt samhengi þá er best að velta því fyrir sér af hverju Rússar og Kínverjar fara gegn vilja hinna stórveldanna í þessum máli. Þá komumst við fljótt að því að þetta snýst um olíu einn ganginn enn. Þannig er mál með vexti að Rússar eru að leggja olíuleiðslur sem tengja Rússland, Kína, Indland, Afganistan, Íran, Írak og síðan Sýrland. Það kemur síðan í hlut okkar Sýrlendinga að dreifa olíubirgðunum frá Miðjarðarhafinu. Bandaríkjamenn missa vissulega gríðarleg ítök á svæðinu ef þetta gengur eftir svo nú þurfa þeir leppríki til að geta haft einhverja stjórn á þessu. Margir óttast að þeir vilji skipta Sýrlandi í þrjú ríki þar sem harðlínumenn myndu ráða stærstum hluta, alavítar öðrum hluta og svo hugsanlega kristnir þeim þriðja."
Lífið gengur sinn vanagang
Mustafa tilheyrir trúarhópi múslima sem nefndur er Alavítar. Innan við fimmtán prósent Sýrlendinga tilheyra þeim hópi en þar á meðal er Bashar al-Assad sem tók við forsetaembættinu árið 2000 af föður sínum Hafez. Sá gamli hafði setið við stjórnvölinn í ein 29 ár. Margir vilja því meina að veldi þessa minnihlutahóps sé um of og stemma þurfi stigu við því.
Bashar Mustafa er frá Tartus sem er sextíu þúsund manna borg á ströndinni norðan Líbanons. Hann fór síðast til síns heima í febrúar síðastliðnum og dvaldi þar í einn og hálfan mánuð. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig ástandið kom honum fyrir sjónir þá.
"Það er í raun alveg ótrúlegt hvað það bar lítið á þessum átökum víðast hvar þá. Reyndar var flugvöllurinn í Damaskus nær tómur þegar ég kom þangað en á götum höfuðborgarinnar var ekki annað að sjá en lífið gengi sinn vanagang. Tartus, heimaborg mín, er ekki nema 150 kílómetra frá Homs, borginni þar sem átökin hófust. Samt bar ekki á neinu og í raun fannst mér alveg ótrúlegt að sitja í rólegheitunum heima og sjá myndir af vígvellinum í Homs."
Telja að forsetinn standi þetta af sér
En finnst þér ekki að forsetinn ætti að stíga niður til að lægja öldurnar?
"Flestir þeir sem ég tala við eru sannfærðir um að Bashar al-Assad muni komast í gegnum þessar hremmingar eins undarlega og það kann að hljóma í eyrum þeirra sem eru vanir að fá fréttir þar sem honum er lýst sem trylltum einræðisherra sem brytji landa sína í spað. Ég vil taka það fram að ég er enginn sérstakur stuðningsmaður al-Assads, það má margt út á hann setja, en ég styð hann hundrað prósent í þeim hryllingi sem hann stendur nú frammi fyrir. Það gera líka flestir landa minna, ég myndi segja að hann hefði stuðning sjötíu prósenta þjóðarinnar en það kemur betur í ljós árið 2014 en þá eru næstu forsetakosningar á Sýrlandi. Hann á líka sína óvini og stjórnarandstaðan deilir hart á hann en hún gengur þó ekki svo langt að blessa þennan hrylling sem hryðjuverkamennirnir standa fyrir, það er einn misskilningurinn enn sem of oft heyrist á Vesturlöndum."
Hætta á heimsstyrjöld
Heldur þú virkilega að Bashar al-Assad verði enn þá til taks fyrir sýrlenska alþýðu eftir tvö ár?
"Ég vona að umheimurinn átti sig á því að hann sé ekki vandamálið á Sýrlandi og ég efast um að stórveldin láti kné fylgja kviði í þessu máli því þetta er svo flókið mál og samtvinnað hagsmunum annarra stórvelda þannig að hver sem ekki vill upplifa þriðju heimsstyrjöldina myndi hugsa sig vel um áður en hann léti til skarar skríða."
Orð til Össurar
Utanríkisráðherra Íslendinga sagði nýlega að hugsanlega þyrfti að bregðast við ástandinu í Sýrlandi með hernaðaraðgerðum. Hann gagnrýndi einnig stjórnarhætti Öryggisráðsins þar sem Rússar og Kínverjar geta staðið í vegi fyrir frekari aðgerðum í Sýrlandi. Hverju myndir þú svara honum?
"Hann er náttúrulega ekki einn um þessa skoðun en ég myndi vilja segja við hann og skoðanabræður hans að kynna sér hina hlið málsins áður en látið sé stórmannlega. Ef einhver vildi virkilega koma okkur Sýrlendingum til aðstoðar þá myndi hann berjast gegn því að stjórnir nokkurra ríkja væru að styrkja hryðjuverkamenn á svæðinu til þessara voðalegu verka."
Hér er það sem er í raun að gerast þarna
Bandaríkin hvött til inngrips í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maka krókinn
2.2.2012 | 05:03
Inntökuskilyrði algjör siðblinda
Segja Bandaríkin verða að ógna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)