Á Mjög Gráu Svæði

Ég veit ekki með þetta, mér finnst þetta einhvernvegin vera svo rangt, hann er fyrirmynd svo margra bæði hér og erlendis. Að vera ýfa þetta upp langt eftir hans andlát orkar mjög tvímælis. Sko persónulega er ég á móti sterum og tel þá eyðileggja líkaman ver en heróín en það hefur bara ekkert með þetta mál að gera. Hann er ekki hér til varnar og mér finnst það vafasamt að vinir hans hafi viljað opnað á þessa umræðu. Mér finnst nú mest allt sem Sölvi tekur sér fyrir hendur vera athyglisvert og rétmætt, enn ekki þetta og ætla ég rétt að vona að þetta sé ekki gert, bara til að selja þessa bók. Það væri sorglegt. Því miður held ég að þetta eigi eftir að eiðieggja Jón Páls góða nafn en vona samt ekki, þetta er jú bara ein hlið á málinu séð af einum manni(Sölva) Man eftir að ég felldi tár er ég heyrði first um andlát hans í rútu á leiðinni á Hvolsvöll.Ég mun alltaf líta upp til hans sem ein af mínum fyrirmyndum.

Jón Páll Sigmarsson 28.04.1960-16.01.1993


mbl.is Jón Páll vissi að hann væri að deyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Á sínum tíma var það á allra vitorði að kraftakarlar notuðu stera og sjaldan lýgur almannarómur. Mér finnst Jón Páll heitinn ekki setja ofan við þessa umræðu heldur þvert á móti. Hann var barn síns tíma eins og við erum öll. Hins vegar vitum við almennt miklu meira í dag um hættuna af notkun stera og því er þessi bók síður en svo sverting á nafni Jóns Páls. Fyrir utan líkamlegan styrk og vaxtarlag var Jón Páll mikilmenni, persónuleiki hans og einlægni halda nafni hans ekki síður á lofti en kraftarnir þótt þeir hafi komið honum í frægðarsólina. Það sem gerði hann að góðri fyrirmynd var maðurinn sjálfur, lífsgleði hans og góðmennska. Jón Páll greiddi fyrir steranotkunina hæsta gjald sem hugsast getur, lífið sjálft. Í mínum huga og margra annarra sem ég þekki er minning hans jafn verðmæt og mikilvæg eftir sem áður. Blessuð sé minning Jóns Páls Sigmarssonar.

corvus corax, 30.11.2013 kl. 10:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Corvus Corax, þessar upplýsingar skaðar á engan hátt æru Jóns Páls, en getur haft mikið forvarnargildi ungs fólks í dag, sem er á svipaðri braut. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2013 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband